Við gætum hagsmuna þinna

VERITAS lögmenn bjóða viðskiptavinum sínum upp á alla almenna lögfræðiþjónustu. Á stofunni starfa sex lögmenn sem leggja mikla áherslu á trúnað við viðskiptavini ásamt því að veita faglega og áreiðanlega lögfræðiþjónustu.
Viðskiptavinir VERITAS lögmanna eru innlend sem erlend fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, ráðuneyti og einstaklingar. Lögmenn stofunnar bjóða upp á fjölbreytta og vandaða lögfræðiráðgjöf.
Hafa Samband

VERITAS lögmenn bjóða viðskiptavinum sínum upp á alla almenna lögfræðiþjónustu.

Mikil áhersla er lögð á trúnað við viðskiptavini, vönduð vinnubrögð og áreiðanlega þjónustu.

Þjónustan

Á meðal viðskiptavina stofunnar eru innlend sem erlend fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, ráðuneyti og einstaklingar.

Lögmenn stofunnar hafa einkum reynslu og sérþekkingu á eftirtöldum réttarsviðum:

  • Bankaréttur
  • Bygginga- og skipulagslöggjöf
  • Eignaréttur
  • Endurskipulagning fyrirtækja
  • Erfðaréttur
  • Evrópuréttur
  • Fasteignamál
  • Félagaréttur
  • Hugverkaréttur
  • Kaup og sala fyrirtækja
  • Landbúnaðarréttur
  • Lánasamningar / veðsetningar
  • Málflutningur
  • Réttarfar
  • Samninga- og kröfuréttur
  • Sifjaréttur
  • Skaðabótaréttur
  • Skipti dána-, þrotabúa o.fl.
  • Stjórnsýslu- og sveitarstjórnarréttur
  • Verðbréfaréttur
  • Vinnuréttur og vinnumarkaðsréttur
  • Verktaka- og útboðsréttur

Fyrirtækið

VERITAS lögmenn hófu starfsemi sína 1. desember 2010.  Eigendur stofunnar eru Friðbjörn E. Garðarsson hrl. og Þórhallur Haukur Þorvaldsson hrl.

VERITAS lögmenn hafa frá upphafi verið með skrifstofu að Borgartúni 28 í Reykjavík.

Starfsmenn

ÞÓRHALLUR HAUKUR ÞORVALDSSON
ÞÓRHALLUR HAUKUR ÞORVALDSSONHRL

Fjármálaráðgjöf

VERITAS ráðgjöf er sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármála og starfar í nánu samstarfi við VERITAS lögmenn og STÓLPA viðskiptalausna, en félögin hafa öll skrifstofu í Borgartúni 28.

Fjármálaráðgjöfin veitir jafnt stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum yfirgripsmikla ráðgjafarþjónustu á sviði viðskipta, reksturs og fjármála. Stofan leggur ríka áherslu að veita viðskiptavinum sínum vandaða og faglega fjármálaráðgjöf þar sem heilindi og trúnaður við viðskiptavini er ávallt hafður að leiðarljósi.

Starfsmenn stofunnar hafa meistaragráðu í viðskiptafræði, véla- og rekstrarverkfræði og búa yfir mikilli reynslu af flestum sviðum viðskipta- og fjármála svo sem endurskipulagningu og fjármögnun fyrirtækja, breytingastjórnun eða verðmat fyrirtækja.

Hafa samband

Nafn *

Netfang *

Sími *

Skilaboð

Sláðu inn þennan texta
captcha